Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Þann 30. nóvember sl. heimsótti 7. bekkur Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Krökkunum var í upphafi skipt í tvo hópa og fékk annar helmingurinn fræðslu um skyndihjálp sem læknanemar sáu um, á meðan hinn hópurinn tók þátt í ýmsum tilraunum, t.d. um rafmagn, hljóðbylgjur, spegla, pendúla og margt fleira. Eftir 30 mínútur skiptu hóparnir um stað og að lokum fengu krakkarnir saman frjálsan tíma þar sem þeir máttu prófa ýmislegt sem leynist í Vísindasmiðjunni. Þetta var afar fróðleg ferð og krakkarnir voru áhugasamir og mjög virkir þátttakendur. Hægt að sjá fleiri myndir í myndaalbúmi.