Skip to content

Vinningshafi í jólakortakeppni Hamraskóla 2020

Dagbjört Fjóla nemandi í 7. bekk er vinningshafi í jólakortakeppni Hamraskóla þetta árið. Við óskum henni innilega til hamingju!
Kort Dagbjartar var valið úr fjölda korta en samkeppnin var mjög hörð í ár þar sem mörg falleg og skemmtileg kort voru send inn i keppnina. Dómnefndin var ekki öfundsverð að þurfa að velja eitt kort úr innsendum kortum. Nemendur í skólanum eru alltaf mjög spenntir fyrir jólakortasamkeppninni og safnast gjarnan saman fyrir framan kortin og velja sitt uppáhalds.