Skip to content

Viðurkenning fyrir eTwinning samstarfsverkefni

eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í ýmsum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun allt með hjálp upplýsingatækni.

Hamraskóli tók þátt í verkefninu „Wonders in the country og science“  ásamt þremur öðrum löndum ( Litháen, Danmörku og Noregi)  og hlaut verkefnið evrópska gæðamerkið frá Landsskrifstofunni.  Þessar viðurkenningar eru hugsaðar til þess að umbuna kennurum fyrir vel heppnuð verkefni og auðvelda skólum að vekja athygli á árangri sínum.