Skip to content

Upplestur í Grafarvogskirkju

Lokakeppni Stóru upplestrar keppninnar fyrir 7. bekk fór fram í Grafarvogskirkju í gær  með þátttöku  barna  úr Grafarvogsskólunum.

Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, ár hvert og lýkur í mars. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.

Forkeppni var í skólanum þar sem allir nemendur lásu fyrir bekkjarfélaga sína og dómnefnd  valdi tvo nemendur til að vera fulltrúar okkar í Hamraskóla og einn til vara. Aðalsteinn Guðjohnsen Elísson og Kristell Javiersdóttir kepptu fyrir okkar hönd og Aron Sölvi Róbertsson var varamaður. Þessir krakkar voru öll búin að leggja sig fram og vorum við stolt af þeirra framlagi.