Skip to content

Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin fór fram þann 26. febrúar á sal skólans. Dómarar voru þær Anna María Jónsdóttir, Svala Ágústsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir. Nemendur stóðu sig vel í keppninni og áttu dómarar erfitt verk fyrir höndum að velja tvo aðalfulltrúa og einn varafulltrúa fyrir hönd skólans til að taka þátt í aðalkeppninni sem fer fram í Grafarvogskirkju 9. mars frá kl. 16:00 – 18:00. En að lokinni yfirlegu og útreikningum á stigum þá urðu hlutskörpust þau Aðalsteinn Guðjohnsen Elísson og Kristell Guðbj. O Javiersdóttir sem aðalmenn og Aron Sölvi Róbertsson sem varamaður.