Skip to content

Unicef-hlaup Hamraskóla

Í vor hlupu nemendur Hamraskóla í Unicef-hlaupi og söfnuðu 119.788 krónum.  Þetta mun nýtast Unicef víðsvegar um heiminn í þeim tilgangi að uppfylla grundvallarmannréttindi barna.

Með þessari upphæð verður til dæmis hægt að:

  • Kaupa 145.618 vatnshreinsitöflur, en með þeim er hægt að hreinsa yfir 730.000 lítra af ódrykkjarhæfu vatni og gera öruggt til þess að drekka eða nota í matargerð og fl.
  • Kaupa yfir 4.000 skammta af bóluefni gegn mænusótt
  • Kaupa yfir 1.700 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki, nóg til þess að veita a.m.k. sex lífshættulega vannærðum börnum þrjá mánuði af allri þeirri næringu sem þau þurfa til þess að ná heilbrigðri þyngd.

Vel gert!