Skip to content

Umhverfis- og hreyfivika

Veðurguðirnir hafa aldeilis verið okkur hliðhollir síðustu daga. Í vikunni vorum við í Hamraskóla með umhverfis- og hreyfiviku. Allir nemendur skólans fóru út í tiltekt á skólalóðinni. Það var sópað, rakað og plokkað eins og enginn væri morgundagurinn. Í dag lukum við vikunni með gönguferð. Við fórum öll samferða af stað og gengum niður að voginum, þar skiptum við liði og eldri hópurinn gekk undir hamrarinn en yngri hópurinn fór göngustíginn sem liggur upp hamarinn. Allir nutu þess að vera úti í góða veðrinu.