Skip to content

Takk fyrir komuna

Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna á vorhátíðina. Það var mjög ánægjulegt að geta loksins opnað skólann og tekið á móti foreldrum/forráðamönnum og aðstandendum nemenda. Eins og gestir sáu þá hafa nemendur og kennarar ekki setið auðum höndum og ótrúlega gaman að sjá afrakstur vetrarins og fjölbreytileika verkefna. Við erum stolt af nemendahópnum okkar og hlökkum til fleiri samverustunda með nemendum og foreldrum/forráðamönnum næsta vetur.