Skip to content

Styrkleikar og mistök

Kennarar og nemendur í 5. bekk hafa verið að vinna með styrkleika sína og nauðsyn þess að þjálfa innri styrkleika. Krakkarnir hafa listað upp styrkleika sem þau ætla að æfa sig í og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni. Það er gott að búa í heimi þar sem þessir styrkleikar einkenna fólk. 

Krakkarnir hafa einnig fjallað um hve mikilvægt er að læra af mistökum og að það er í lagi að gera mistök, ekki síst vegna þess að í þeim geta falist námstækifæri. Mistök geta verið margs konar,  sum alvarleg en önnur léttvæg.  Setningin „þú getur þetta ekki ENNÞÁ“ er setning sem kennarar segja gjarnan við nemendur þegar þeir gera mistök eða segjast ekki geta ákveðna hluti . Á facebook síðu skólans má sjá myndir af verkefnum nemenda þar sem þeir unnu  með mistök í fjórum flokkum: Mistök til að læra af, skemmtileg mistök, alvarleg mistök og mistök sem maður lærir ekki af.