Skip to content

Heilsugæsla

Júlía Werner  er hjúkrunarfræðingur í Harmaskóla með viðverutíma í skóla:

Þriðjudaga             8:10 – 12:10

fimmtudaga          8:10 – 12:10

Netfang Júlíu:  hamraskoli@heilsugæslan.is

Ef foreldrar eða forráðamenn nemenda vilja hafa samband við hjúkrunarfræðing er hægt að hringja í skólann á viðverutíma eða senda tölvupóst. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Markmið

  • Að sinna skipulagðri heilsugæslu og hvetja til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni.
  • Að fylgja eftir hugmyndafræðinni um 6-h heilsunnar þar sem áhersla er lögð er á: Hvíld, hollustu, hreyfingu, hreinlæti, hamingju og hugrekki.
  • Að sinna heilsufarsskoðunum í 1, 4. og 7. bekk fara fram heilsufarsskoðanir eins og sjónpróf, hæðar- og þyngdarmælingar auk ráðgjafar til nemenda og starfsfólks skólans.

Leiðir að markmiðum

  • 1. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífstíl og líðan.
  • 4. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífstíl og líðan.
  • 7. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífstíl og líðan.
  • Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta) og HPV gegn leghálskrabbameini hjá stúlkum (3 sprautur á 6 mánuðum).