Skip to content
mynd af skóla

Velkomin á heimasíðu

Hamraskóli

Í Hamraskóla er rík áhersla lögð  á vinsamlegt skólasamfélag, jákvæð og góð samskipti meðal nemenda og starfsfólks. "Talað mál og hlustun" er rauður þráður í íslenskukennslu sem og í öðrum greinum. Hamraskóli er heilsueflandi skóli og er áhersla lögð á  hreyfingu, gleði og virkni nemenda. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfugreiningu. Einkunnarorð skólans eru góðvild, ábyrgð og tillitssemi. Framtíðarsýn skólans er að efla leiðsagnarnám í skólanum og að nemendur tileinki sér hugarfar vaxtar.

Stjórnendur skólans

Skólastjóri Hamraskóla er Anna Bergsdóttir. Netfang: anna.bergsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri er Júlíana Hauksdóttir. Netfang: juliana.hauksdottir@rvkskolar.is

Verkefnastjóri sérdeildar fyrir einhverfa er Hulda Gunnarsdóttir. Netfang: hulda.gunnarsdottir@rvkskolar.is

Verkefnastjóri stoðþjónustu er Helga Guðrún Guðjónsdóttir Netfang: helga.gudrun.gudjonsdottir@rvkskolar.is