Skip to content
mynd af skóla

Velkomin á heimasíðu

Hamraskóli

Hamraskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Skólinn var stofnaður haustið 1991. Fljótlega eftir stofnun skólans var ljóst að stækka þurfti skólahúsnæðið og árið 2003 hófust þær framkvæmdir.   Í Hamraskóla er rík áhersla lögð  á vinsamlegt skólasamfélag, jákvæð og góð samskipti meðal nemenda og starfsfólks. Í skólanum er unnið með vaxandi hugarfar þar sem nemendum er kennt að takast á við áskoranir og líta á mistök sem námstækifæri. Leiðsagnarnám er rauður þráður í námi nemenda og á að endurspeglast í öllum greinum, bóklegum sem verklegum.  Hamraskóli er heilsueflandi skóli og er áhersla lögð á  hreyfingu, gleði og virkni nemenda. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfugreiningu. Einkunnarorð skólans eru góðvild, ábyrgð og tillitssemi. Framtíðarsýn skólans er að efla enn frekar leiðsagnarnám og vaxandi hugarfar nemenda og starfsfólks.

Stjórnendur skólans

Skólastjóri Hamraskóla er Anna Bergsdóttir. Netfang: anna.bergsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri er Júlíana Hauksdóttir. Netfang: juliana.hauksdottir@rvkskolar.is

Verkefnastjóri sérdeildar fyrir einhverfa er Hulda Gunnarsdóttir. Netfang: hulda.gunnarsdottir@rvkskolar.is

Verkefnastjóri stoðþjónustu er Helga Guðrún Guðjónsdóttir Netfang: helga.gudrun.gudjonsdottir@rvkskolar.is