Skólasöngurinn

Skólasöngur Hamraskóla

Þar sem sólin skín
sálin nærð er mín.
Syngjum sama hljóm
sigrum dagsins hjóm.
Ræktum hug og hönd
hnýtum tryggðarbönd.

Það er draumaskólinn minn

Þar sem göngum glöð
geislum kát í röð.
Virðum vinskapinn
virkjum hugkraftinn.
Blíð er barnsins lund
bjarta morgunstund.

Það er draumaskólinn minn.

;,;Í Hamraskóla.
Í Hamraskóla.
Finn ég farveginn
fyrir drauminn minn.   

Ræktum frjóan jarðveginn.;,;    

 
Höfundur texta: Ægir Magnússon
Höfundur lags: Björgvin Þ. Valdimarsson