Skólareglur

Til að skólastarf megi ganga sem allra best og vellíðan og öryggi nemenda og starfsmanna Hamraskóla sé tryggt hafa verið settar ýmsar umgengnis- og samskiptareglur. Reglurnar eru kynntar nemendum við upphaf skólaárs og foreldrum/forráðamönnum í Starfsáætlun Hamraskóla sem er aðgengileg á heimasíðu skólans, http://www.hamraskoli.is

Í Hamraskóla er lögð áhersla á samvinnu allra sem starfa í skólanum við að byggja upp jákvæðan skólaanda. Í skólanum er unnið samkvæmt PBS kerfinu, en það er heildstætt agakerfi sem styður við jákvæða hegðun. Allir starfsmenn skólans koma að mótun og viðhaldi æskilegrar hegðunar í skólanum.

Almennar skólareglur byggja meðal annars á reglugerð um skólareglur grunnskóla nr. 270/2000. Í 2. gr stendur m.a:
Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólastjóri, kennarar og aðrir starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra skulu í sameiningu kosta kapps um að starfsandi og skólabragur í skólanum sé sem bestur og eiga skólareglur að stuðla að því. Forsendur góðs starfsanda eru vellíðan, gagnkvæmt traust, virðing og samábyrgð allra í skólasamfélaginu.

Reglur skólans eru í nokkrum flokkum. Skólareglur, brottvísun úr kennslustund, reglur um nemendaferðir og að lokum viðbrögð við hegðunarfrávikum. Þar fyrir aftan er kynning á væntingum um hegðun samkvæmt PBS kerfinu undir einkunnarorðunum góðvild, ábyrgð og tillitssemi. Reglur skólans eru endurskoðaðar reglulega og kynntar forráðamönnum. Almennar skólareglur má lesa hér. 
 

Mikilvægt er að forráðamenn fari yfir skólareglur Hamraskóla með börnum sínum.