Klettaborg - Hamraskóli

Haustið 1999 komst á formlegt samstarf milli leikskólans Klettaborgar og Hamraskóla um að brúa bilið.

 Þeir sem standa að samstarfinu eru :

Skólastjórar beggja skóla.
Verkefnastjórar beggja skóla.
Umsjónakennarar 1. bekkja Hamraskóla.
Leikskólakennarar sem vinna með elstu   börnin í Klettaborg.

 Í samstarfinu felst:

Gagnkvæmar heimsóknir elstu barna í Klettaborg og nemenda 1.bekkja. Einnig kynnast leikskólakennarar starfi 1. bekkjakennara og öfugt.

Hugmyndasmiðir :

Hugmyndasmiðir þessa samstarfs voru kennarar við Hamraskóla sem kenndu 1. bekk árið 1998-1999, þær Aðalbjörg Ingadóttir, Þórey Gylfadóttir umsjónakennarar og Erla Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Leikskólakennarar í Klettaborg tóku hugmyndunum vel og strax var hafist handa við útfærslu. Settur var saman vinnuhópur frá báðum skólum sem kynnti sér samstarf annarra leikskóla og grunnskóla og í kjölfarið voru lögð fram drög að samstarfinu.