Reglur um tölvunotkun

Reglur um tölvunotkun í Hamraskóla

 1. Tölvubúnaður Hamraskóla er eign skólans og fyrst og fremst ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annars er samræmist markmiðum skólans.
 2. Allir nemendur skólans hafa eigið notandanafn og netfang hjá skólanum.
 3. Handhafi notandanafns í tölvukerfi skólans er ábyrgur fyrir allri notkun þess og verður að muna að skrá sig út í hvert skipti sem hann yfirgefur viðkomandi tölvu. Óheimilt er að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu.
 4. Skólinn áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt.
 5. Meðferð hvers konar matvæla og drykkjarfanga er bönnuð nálægt tölvum skólans.
 6. Komi nemendur með fartölvur í skólann eru þær alfarið á ábyrgð nemandans og skal öll notkun þeirra vera í fullu samráði við viðkomandi kennara. Óheimilt er að tengja fartölvur nemenda við net skólans og nota til annars en náms.
 7. Óheimilt er:
  • Að reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en því sem nemandi hefur fengið úthlutað.
  • Að nota aðgang að neti skólans til þess að reyna að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra.
  • Að breyta vinnuumhverfi á tölvum skólans þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda.
  • Að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu skólans.
  • Að setja inn hugbúnað á tölvur skólans án samþykkis kennara eða tölvuumsjónarmanns.
  • Að senda keðjubréf og annan ruslpóst.
  • Að sækja, senda, geyma eða nota á neti eða tölvum skólans forrit sem ætluð eru til innbrota eða annarra skemmdarverka.