Skólinn fer á fulla ferð 4. maí
Gleðilegt sumar kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Hamraskóla. Nú fögnum við því að eðlilegt skólahald hefst á ný 4. maí. Það verður ótrúlega gaman að fá alla nemendur samtímis inn í hús aftur og okkur starfsfólkinu hlakkar mikið til. Hér eru nokkur atriði til áréttingar.
- Almenn kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 4. maí. Þetta á við um allar list- og verkgreinar, íþróttir og sund og bóklega kennslu.
- Frá og með 4. maí verður starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva hefðbundin
- Börn sem eru í skilgreindum áhættuhópum vegna Covid-19 haldi sig heima ef ráðleggingar læknis eru á þann veg.
- Hafi börn kvef- eða flensueinkenni eiga þau ekki að koma í skóla- eða frístundastarf.
- Ung börn upp að u.þ.b. 7 ára aldri sem ekki geta skilið eða virt fjarlægðarmörk í samskiptum komi ekki í skóla- og frístundastarf ef einhver á heimili þeirra er í sóttkví.
- Foreldrar koma ekki inn í grunnskóla og frístundaheimili nema nauðsynlegt sé.
- Viðburðir í skóla- og frístundastarfi verða án þátttöku foreldra s.s. vordagar, skólaslit eða aðrir viðburðir sem hafa verið í hefðbundnu skóla- og frístundastarfi áður með þátttöku foreldra.
- Móttaka fyrir nýja nemendahópa í grunnskóla sem krefst þátttöku foreldra getur ekki farið fram á þessu vori.
- Fundir skóla með einstaka foreldrum eru heimilir í þar til skilgreindum rýmum ef hægt er að fylgja viðmiðum um smitgát.
- Ef brýnar ástæður eru til geta foreldrar sótt um leyfi fyrir börn sín frá skólasókn. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og þar staðfesta foreldrar að þeir beri fulla ábyrgð á námi nemenda á meðan leyfi varir. Leyfisbeiðnir eru lagðar fram í nemendaverndarráði. Ef leyfi er samþykkt hefur umsjónarkennari samband við nemanda og foreldra 2-3 sinnum í viku til að fylgjast með líðan og framgangi náms.
- Áfram skal gera ráð fyrir viðbótarþrifum og sprittun í skóla- og frístundastarfi.
- Áfram skal gætt hreinlætis í allri umgengni um húsnæði og í samskiptum.
- Fullorðnir skulu halda 2 metra fjarlægð sín á milli eins og aðstæður leyfa og ekki er heimilt að fleiri en 50 fullorðnir komi saman í sama rými.
Gleðilegt sumar og sjáumst á mánudag með bros á vör og sól í hjarta.