Skip to content

Skólasetning

Hamraskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00.  Nemendur fara beint upp í stofur til sinna kennara.
Nemendur mæta eftirfarandi stofur:
1. bekkur – stofa 203. Kennarar: Hildur Gylfadóttir og Íris Andrésdóttir.
2. bekkur – stofa 202. Kennarar: Edda Eir Guðlaugsdóttir og Sandra Ýr Gísladóttir.
3. bekkur- stofa 208. Kennarar: Þórunn Elídóttir og Margrét Anna Atladóttir.
4. bekkur – stofa 211. Kennarar: Arndís Jónasdóttir og Guðfinna Hulda Hjálmarsdóttir.
5. bekkur- stofa 209. Kennari: Oddný Guðrún Guðmundsdóttir.
6. bekkur – stofa 210. Kennarar: Arna Vala Róbertsdóttir og Erla María Markúsdóttir.
7. bekkur – verður í stofu 106 en mæta á bókasafnið á skólasetningu. Kennari: Hulda Óskarsdóttir.

Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst

Miklar framkvæmdir hafa verið í húsinu í sumar og verktakar eru að keppast við að klára sitt. Allar kennslustofur á efri hæð eru tilbúnar og neðri hæðin við það að klárast. Eins og staðan er í dag er mikið ryk þrátt fyrir að ræstingateymi hafi farið yfir allar stofur. Það er ljóst að skólinn mun ekki líta út eins og við vildum þegar skólastarf hefst, en hins vegar verður mun betri hljóðvist, betri lýsingin og aukin loftgæði þegar  loftræstikerfið verður sett í gang.
Við hlökkum til að hitta nemendur og samstarfsins við ykkur í vetur.