Skip to content

Skólabyrjun

Fyrsta vikan á nýju skólaári er nú liðin og gekk hún mjög vel. Það ríkir alltaf gleði og glaumur í skólanum þegar nemendur mæta aftur og  gaman að sjá alla útitekna og sólbrúna að loknu sumarleyfi.

Það var tekist á við margvísleg verkefni í vikunni, bæði inni og úti enda lék verðrið við okkur í byrjun vikunnar.

Það eru margir listamenn meðal nemenda og hér má sjá mynd sem nemandi í 4. bekk teiknaði af kolbrabba og fleiri lífverum. Myndin er hluti af lesskilningsverkefni sem nemendur voru að fást við.