Skip to content

Skíðaferð í 2. bekk

Þann 10 janúar síðastliðinn fór 2. bekkur í skíðabrekkuna í Dalhúsum og fengu að prófa skíði. Leiðbeinendur frá Miðstöð útivistar og útináms aðstoðuðu og kenndu nemendum byrjendatökin á skíðum. Nemendur voru virkilega áhugasöm og fannst þetta reglulega skemmtilegt og ekki ólíklegt að áhugi á skíðaiðkun hafi kviknað hjá mörgum