Skip to content

Skert skólastarf

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag. Nemendur mega ekki vera í stærri hópum en 20 manna í rými/stofu og samgangur nemenda utan skilgreindra rýma er ekki leyfilegur. Skólastarf í grunnskólum verður af þessum sökum skert og skipulag út frá þessum aðstæðum. Upplýsingar um fyrirkomulag í Hamraskóla voru sendar í tölvupósti til foreldra, Við þökkum ykkur fyrir skilning á þessum aðstæðum og væntum góðs samstarfs milli skóla og heimilis.