Sérkennsla

 

Sérkennsla

Sérkennsluþörfum er mætt á mismunandi hátt eftir aldurstigum.
Á yngra stigi fer sérkennsla ýmist fram í námsveri eða inni í bekkjum og stuðningsfulltrúar eru kennurum til aðstoðar í nokkrum bekkjardeildum.  


Sérkennsla getur falið í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og kennsluaðferðum. Einstaklingsáætlanir eru gerðar fyrir flesta nemendur í sérkennslu, en þeir sem fá stuðning til skemmri tíma fylgja áætlun bekkjarins.