Skip to content

Samvinna í upplýsinga- og tæknimennt hjá 2. og 7. bekk

Það var líf og fjör í kennslustund í upplýsinga- og tæknimennt í gær. Þar voru nemendur í 7. bekk að leiðbeina nemendum í 2. bekk með ýmis forrit. Nemendur fengu t.d. að máta Stuttermabol sem opnar hjartað, forrita liðugu lirfuna og músina Jack. Þeir unnu einnig með smá vélmennin Ozobot Evo, Dot, Osmo, Bee-bot, Makey makey og sphero kúlur.