Skip to content

Rithöfundaheimsókn

Bjarni Fritzson rithöfundur kom í heimsókn í Hamraskóla í dag og kynnti tvær bækur sem hann er að gefa út. Hann las fyrir okkur úr bók sinni, Orri óstöðvandi: Kapphlaupið um silfur Egils og hlutstuðu nemendur af athygli á upplesturinn.  Bjarni sagði einnig frá bók sinni um Sölku og tölvuheiminn. Það er greinilegt að flestir nemendur hafa lesið eldri bækur í bókaflokknum um Orra og eru spenntir að fá að lesa um ný ævintýri.