Skip to content

Ólympíuhlaupið

Við í Hamraskóla hefjum leik í Göngum í skólann verkefninu með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu (sem hét áður Norræna skólahlaupið). Hlaupið er á stígum í nágrenni skólans mismunandi vegalengdir eftir aldri og getu nemenda. Þetta er skemmtileg samvera þar sem allir leggjast á eitt að hlaupa og safna sem flestum km fyrir sinn skóla og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.