Nordplus verkefni í 2. bekk og myndmennt

Fyrir skömmu vorum við með gesti í heimsókn hér í Hamraskóla í tenglum við Nordplus verkefni sem kallast Learn-Explore-Act eða LEA. Verkefnið er unnið i samvinnu við skóla í Danmörku, Lettlandi og Litháen. Viðfangsefnið er hnattrænar loftlagsbreytingar sem verða kröftugri með hverjum deginum og hvernig við getum brugðist við þeim. Nemendur í 2. bekk unnu verkefni um mengun í ám og vötnum og hvernig hún hefur áhrif á lífríkið. Nemendur hönnuðu fiska í myndmennt sem síðan voru látnir synda í hreinu og menguðu vatni með hjálp sphero-kúlna.