Skip to content

Nordplus ´22-´23

Veturinn 2022-2023 hefur Hamraskóli tekið þátt í Nordplus verkefni. Verkefni eru öll STEAM verkefni, þ.e. samþætting námsgreina; lestur, náttúrufræði, upplýsingatækni, listir og stærðfræði.  Verkefnið er sameiginlegt verkefni fjögurra þjóða, Íslands, Danmerkur, Lettlands og Litháen.  Markmið verkefnisins í ár var fræðast um umhverfismál.  Við höfum fjallað um endurnýjanlega og vistvæna orku, vaxtarskilyrði plantna, mikilvægi þess að rétt sé farið með sorp og fleira.  Í Hamraskóla hefur 2. bekkur tekið þátt í vetur og meðal annars ræktað sumarblóm í pottum sem þau skreyttu sjálf.  Gagnkvæmar heimsóknir hafa verið á milli kennara og þeir kynnt sér  skólastarf í skólum hinna landanna.