Skip to content

Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2013 segir að  í lok 4. bekkjar eigi nemandi að geta farið eftir einföldum reglum um ábyrga netnotkun og vera meðvitaður um siðferðilegt gildi þeirra. Við lok 7. bekkjar á nemandi að geta farið eftir reglum um ábyrga netnotkun, vera meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra og tekur ábyrgð á eigin samskiptum og gögnum á neti- og netmiðlum.

Í Hamraskóla er leitast við að nálgast þessi hæfiviðmið í öllum kennslustundum þar sem upplýsingatæknin og stafræn vinna á sér stað. Það getur verið í sérstökum upplýsingatækni tímum sem og í íslensku, dönsku, ensku, samfélagsgreinum svo eitthvað sé nefnt. Auk þess fjalla umsjónarkennarar um þessi hæfniviðmið í lífsleiknitímum og styðjast þá gjarnan við efni frá:

Saft

Barnaheill

Rauða krossinum