5. -7. bekkur á sundmóti

Hamraskóli sendi lið í boðsundskeppni grunnskólanna sem var haldin í  Ásvallalaug þriðjudaginn 13. mars. Keppt er í boðsundi 8x25m og mynda 4 strákar og 4 stelpur lið.  

Okkar nemendur stóðu sig með prýði og voru skólanum sínum til sóma. Við náðum ekki að komast í úrslit en það var gríðarlega mikil og góð stemmning í lauginni hjá þeim 544 keppendum frá 34  skólum sem tóku þátt í mótinu.

Sigurvegararar í 5. – 7. bekk var Víðistaðaskóli í öðru sæti var það Hraunvallaskóli og í þriðja sæti Akurskóli.