Nýbúakennsla

 

Nemendur með annað móðurmál en íslensku

Nemendur með annað móðurmál en íslensku sem hafa fasta búsetu á Íslandi eiga rétt á tímabundinni kennslu í íslensku. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að íslenska sem annað tungumál sé námsgrein fyrir nemendur sem ekki hafa nægilegt vald á íslensku til að geta stundað nám til jafns við aðra nemendur. Á þetta jafnt við um nemendur af erlendum og íslenskum uppruna. Í skólanum er miðað við að kennd sé íslenska sem annað tungumál. Kennsla er miðuð við þarfir hvers og eins en miðar að því að nemendur geti tekið fullan þátt í skólastarfi og íslensku samfélagi.