Skip to content

Frístundaheimilið Simbað sæfari

Frístundaheimilin í Grafarvogi eru rekin af Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ.

Bryngeir Arnar Bryngeirsson forstöðumaður.

Um frístundaheimilið Simbað

Við leggjum áherslu á frjálsræði í starfssemi okkar þar sem börnin velja sjálf hvað þau leika sér með og hverju þau taka þátt í. Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa og það er val barnanna hvort þau taki þátt í dagskránni eða séu þá í frjálsum leik. Innra skipulag er byggt upp þannig að yngstu börnin fá mest frjálsan leik en tilboðum fjölgar svo eftir því sem þau verða eldri og einnig á vorönn. Hópa-og klúbbastarf er sniðið eftir aldri og þroska barnanna en einnig eftir áhugasviði þeirra.

Tilgangur frístundaheimilisins er að veita börnunum tækifæri til að stunda frístund við þeirra hæfi. Í Simbað læra börnin að vera vinir, góð hvert við annað og hvernig á að leika sér fallega.

 Við höfum 4 reglur sem við leggjum áherslu á. Við notum inniröddina, við göngum inni, við göngum frá eftir okkur og við geymum símana í töskunum okkar.