Nemendaverndarráð

 

Nemendaverndarráð

 

Nemendaverndarráð starfar í skólanum samkvæmt lögum. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda varðandi sérfræðiþjónustu og heilsugæslu. Nemendaverndarráð tekur sameiginlegar ákvarðanir um málefni einstakra nemenda eða nemendahópa. Mál einstakra nemenda eru ekki rædd í nemendaverndarráði nema með samþykki foreldra. Ráðið kemur saman hálfsmánaðarlega á starfstíma skóla. Þar sitja aðstoðarskólastjóri, verkefnastjóri, skólasálfræðingur og hjúkrunarfræðingur.