Skip to content

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugarlækjarskóla í gær 7. júní.

Að þessu sinni tilnefndi starfsfólk Hamraskóla Dagmar Lilju í 7. bekk til verðlaunanna með þessu rökstuðningi.

Dagmar er framúrskarandi nemandi sem nálgast öll viðfangefni af jákvæðni og yfirvegun hvort sem um er að ræða bóklegar greinar, íþróttir eða list- og verkgreinar. Dagmar sýnir metnað og þrautseigju þegar hún mætir áskorunum,  hefur góða framkomu og er öðrum nemendum góð fyrirmynd í námi og starfi.