Skip to content

Námsfélagar

Leiðsagnarnámið er í öndvegi hjá okkur í Hamraskóla. Einn þáttur í því eru námsfélagar. Kennarar skipa námsfélaga sem vinna saman, oftast tveir og tveir en geta líka verið þrír. Námsfélagar vinna oftast saman í eina viku í senn og þá er skipt um námsfélaga. Þeir ræða saman um ákveðið efni í afmarkaðan tíma samkvæmt fyrirmælum kennara eða vinna  að ákveðnu verkefni. Einnig meta líka vinnu hvors annars útfrá fyrirfram ákveðnum atriðum og veita hvor öðrum endurgjöf.