Skip to content

Námsmat

Tilgangur með námsmati er að fylgjast með því hvort nemendur hafi náð almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár og hvetja og örva nemendur til framfara. Námsmat tekur mið af skilgreindum hæfniviðmiðum.

Leiðsagnarnám: Leiðsagnarnám snýst fyrst og fremst um framfarir einstaklingsins. Nemendur fá stöðuga endurgjöf um náms sitt, hvaða framfarir hafa orðið ásamt ábendingum um hvernig hann getur bætt sig.

Stöðumat: Stöðumat er tekið reglulega á námi nemenda allan veturinn og fer fram með ýmsum hætti s.s. munnleg, verkleg, skrifleg eða myndræn verkefni. Einnig getur verið um að ræða hópverkefni, einstaklingsverkefni, stöðumat og kannanir af ýmsu tagi.

Stöðumat við lok haustannar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals.

Vitnisburður við lok vorannar: Nemendur fá afhentan skriflegan vitnisburð sem byggir á hæfniviðmiðum skólaársins. Einkunnarskali Hamraskóla eru sex stiga kvarði þ.e.

  • framúrskarandi hæfni (A)
  • hæfni náð og gott betur (B+)
  • hæfni náð (b) 
  • er á mjög góðri leið (C+) 
  • er á góðri leið (C) 
  • þarfnast frekari þjálfunar (D) 

Samræmd könnunarpróf
Samræmd könnunarpróf eru haldin í  4. og  7. bekk í íslensku og stærðfræði. Prófin eru haldin að hausti og þeim er ætlað að meta grundvallarkunnáttu og færni. Niðurstöður eiga að vera hjálpartæki fyrir foreldra og kennara til að koma til móts við þarfir sérhvers nemanda.