My virtual trip around Europe

My virtual trip around Europe 2020-2021
5. bekkur í Hamraskóla tekur þátt í eTwinning verefninu My virtual trip around Europe þetta skólaárið. Verkefnið er unnið í samstarfi við u.þ.b 20 lönd í Evrópu. Nemendur vinna ýmis verefni t.d um siði og venjur í sínu landi, áhugamál og skólann sinn. Þau nýta upplýsingatækni til að koma þessum upplýsingum á sameiginlega síðu á Twinspace. Þar geta nemendur talað saman og skoðað verk frá öðrum nemendum.
Þannig geta eTwinning verkefni breytt skólastarfinu og auðgað á margan hátt, víkkað sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og aukið færi þeirra á ýmsa vegu.