Mötuneyti og nesti

Mötuneyti

Í tengslum við ný grunnskólalög hefur gjaldskrá verið samræmd í Reykjavík þannig að allir grunnskólanemendur greiða það sama fyrir hverja máltíð. Einungis er hægt að fá mánaðaráskrift. Skráning fyrir mataráskrift í grunnskólum borgarinnar fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík. Innheimt er jafnaðargjald miðað við 20 daga í mánuði. Ekki er innheimt fyrir mat í júlí og ágúst. Foreldrar greiða einungis skólamáltíð fyrir tvö börn, önnur njóta 100% afsláttar. Greiðsla fyrir matinn fer inn á heimabanka þess foreldris sem er skráður fyrir matnum. Mögulegt er að greiða fyrir mataráskrift með kreditkorti.

Verð á skólamáltíðum er er nú 9.520.- kr.

Ef nemandi er með fæðuofnæmi þarf að tilkynna það til yfirmanns mötuneytis með læknisvottorði og gerðar verða viðeigandi ráðstafanir.

Upplýsingar um skólamötuneyti frá má finna hér.

Nesti

Hamraskóli hefur sett sér það markmið að efla vitund nemenda og starfsmanna um umhverfismál. Hluti af umhverfisstefnu skólans er að hvetja nemendur til að koma með hollt og gott nesti í fjölnota umbúðum. Ekki er hægt að henda einnota umbúðum í skólanum og nemendur koma heim með nestisafganga.