Skip to content

Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar sem nemendur í 7. bekk frá öllum skólum í Grafarvogi og Kjalarnesi taka þátt í fór fram í gær í Grafarvogskirkju. Hamraskóli átti tvo fulltrúa á lokahátíðinni, þær Elísabetu Hauksdóttur og Ragnheiði Víkingsdóttur.  Stúlkunum gekk vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.  Sigurvegari kom frá Foldaskóla.