Leyfi og veikindi

Forföll nemenda s.s. veikindi ber að tilkynna á skrifstofu skólans í síma 5676300 eins fljótt og auðið er, hringja þarf daglega ef nemandinn er veikur lengur en einn dag.

Þegar nemendur koma til baka í skólann eftir veikindi er leyfilegt að vera inni einn dag.

Mikilvægt er að nemendur séu heima ef þeir eru að verða veikir því ekki er boðið upp á inniveru til að fyrirbyggja veikindi.

Leyfi í 1 til 2 daga ber að tilkynna á skrifstofu skólans áður en leyfi hefst. Þurfi nemandi leyfi úr skóla í 3 daga eða lengur skal foreldri sækja um leyfi á þar til gerðum eyðublöðum. Eyðublöð vegna leyfisbeiðna er hægt að nálgast hér og á skrifstofu skólans. Öll röskun á námi nemanda, sem hlýst af umbeðnu leyfi, er á ábyrgð foreldra.