Skip to content

Lestrarvinir

Í Hamraskóla höfum við  til margra ára verið með verkefni sem við köllum lestrarvini. Verkefnið gengur út á það að eldri nemendur lesi fyrir þá yngri. Við pörum saman nemendur úr 1. og 5. bekk, 2. og 6. bekk og 3. og 7. bekk. 4. bekkur les fyrir nemendur á Klettaborg á Degi Íslenskrar tungu og tekur einnig að sér lestravini í 1. bekk. Lestrarvinir eru síðan paraðir saman í ýmsum verkefnum yfir skólaárið og eiga yngri nemendur hauk í horni í þeim eldri. Í myndamöppum eru myndir af lestrarvinum.