Skip to content

Kakóganga og jólaskemmtun

Í aðdraganda jóla hefur það verið hefð í Hamraskóla að heimsækja Gufunesbæ. Við höfum gengið saman og myndað ljósorm þar sem nemendur koma með vasaljós og lýsa leiðina í myrkrinu. Allir fá svo kakó þegar komið er á áfangastað. Þetta árið ákváðum við að skipta hópnum í tvennt og fórum fyrst með eldri hópinn og yngri hópurinn kom svo í kjölfarið. Við vorum lítið jólaball útivið og tveir jólasveinar kíktu á yngri krakkana. Dagurinn var ótrúlega fallegur, hrímuð jörð, tunglsljós og stjörnu á himni. Í Gufunesbæ tók á móti okkur lítið jólaland, upplýst jólatré og skreytt grillskýlið. Jólastemmningin var í algeymingi og allir í jólaskapi.