Skip to content

Jólasagan

Það var sannarlega hátíðleg stund í dag þegar 5. bekkur Hamraskóla sýndi jólasöguna í tvígang fyrir fullum sal af fólki. Foreldrar 5. bekkinga fjölmenntu á fyrri sýninguna og nemendur og starfsmenn Hamraskóla á þá síðari. Nemendurnir í 5. bekk stóðu sig ótrúlega vel og það var svo mikil ró og yfirvegun í hópnum að eftir því var tekið. Frábær nemendahópur og flott teymi kennara sem mega vera stoltir af þessari flottu sýningu.