Skip to content

Jólalegasti bekkurinn

Þeir eru svo skemmtilegir dagarnir í desember þegar nemendur mæta í skólann fullir af spenningi yfir viðburðum jólamánaðarins. Í dag var samkeppni milli bekkja um jólalegasta bekkinn. Nánast allir nemendur skólans klæddu sig upp og þegar við komum saman á sal var mikil stemmning og salurinn mjög jólalegur. Búið var að skipa dómnefnd sem ekki var öfundsverð að sínu verkefni en hún komst þó að þeirri niðurstöðu að 3. bekkurinn fengi titilinn í ár sem jólalegasti bekkurinn.