Skip to content

Íslenskuverðlaunin

Íslenskuverðlaunum unga fólksins i bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í Hörpu í gær. Hamraskóli tilnefndi að þessu sinni þær Áróru Mjöll í 3. bekk fyrir yngra stigið og Árbjörtu Vertarrós í 5. bekk fyirr miðstigið. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með íslenskuverðlaunin. Hér má sjá hluta af rökstuðningi fyrir tilnefningunni.
 
Áróra Mjöll. Fyrir að hafa góð tök á tungumálinu og búa yfir góðum málskilningi sem endurspeglast bæði í rituðu og töluðu máli.
 
Árbjört Vetrarrós. Fyrir að sinna öllum verkefnum af alúð. Ríkur orðaforði glæðir ritunarverkefni hennar frumleika og lífi.