Íslenskuverðlaun unga fólksins
Íslenskuverðlaun unga fólksins eru veitt árlega af Reykjavíkurborg og tilnefnir hver skóli verðlaunahafa. Afhendingin fór fram í Hörpu 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Að þessu sinni voru það tveir nemendur frá Hamraskóla sem hlutu verðlaunin en það voru Helena Guðjohnsen Elísdóttir í 4. bekk og Halldór Viðar Hauksson í 6. bekk. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin enda eru þau vel að þeim komin og við stolt af þessum nemendum okkar.