Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Á degi Íslenskarar tungu 16. nóvember voru Íslenskuverðlaun unga fólksins veitt í þrettánda sinn í Hörpu.

Að þessu sinni tilnefndi starfsfólk Hamraskóla  Erlu Karitas fyrir frábæran árangur í íslensku.  Erla er þrautseig og á auðvelt með að tileinka sér ný vinnubrögð.

Erla Karitas hefur ekki bara góðan skilning á uppbyggingu tungumálsins heldur hefur hún líka áhuga á íslenskri málfræði og nýtir sér þá þekkingu í ritunarverkefnum.

Erla Karitas fer á kostum þegar hún þarf að grípa til leikrænnar tjáningar í verkefnavinnu og smitar þá oftar en ekki aðra nemendur með áhugasemi sinni.

Við óskum Erlu Karitas hjartanlega til hamingju.