Skip to content

Í upphafi skólaárs

Nú þegar tvær vikur eru liðnar af skólastarfinu er allt komið á fulla ferð. Í Hamraskóla er stuðst við hugmyndafræði leiðsagnarnáms. Það snýst í mjög einföldu máli um það að nemandinn veit hvar hann er staddur í námi sínu,  hvert hann er að stefna og fær leiðsögn til að ná námsmarkmiðum. Nemandinn fær skýr skilaboð um það sem ætlast er til af honum.