Skip to content

Hrekkjavaka

Það var líf og fjör í Hamraskóla í dag og dulafullar verur og andar á sveimi. Krökkunum fannst hræðilega gaman að fá að koma í skólann í dulargervi og lifðu sig inn í karakterinn sinn. Margir höfðu á orði að þetta væri skemmtilegasti skóladagurinn. Ljóst var að krakkarnir voru búnir að legga mikla vinnu í búningana sína. Allir bekkir gerðu sér dagamun inn í kennslustofum og við fylgdum öllum reglum almannavarna. Hér eru nokkrar myndir til að fá innsýn í stemningu dagsins.