Skip to content

Himingeimurinn

Krakkarnir í fjórða bekk voru að ljúka við verkefni um himingeiminn. Í upphafi söfnuðu krakkarnir margskonar upplýsingum um sólkerfið úr bókum og rafrænu efni og lærðu að vitna í heimildir. Hver og einn gerði heimasíðu um reikistjörnu og hannaði eldflaug sem ferðaðist á Sphero kúlu milli reikistjarna.  Til þess að þetta gengi upp þurftu allir að læra að forrita. Krakkarnir teiknuðu reikistjörnurnar nokkurn veginn í réttum hlutföllum og skrifuðu frásögn um ferðalag sitt milli reikistjarna.  Það vakti mikla lukku að fá að sjá sólkerfið með sýndarveruleikagleraugum og líka að sjá myndir í bókum lifna við með forritinu augmented reality.