Skip to content

Heimsókn á Náttúruminjasafn Íslands

  1. bekkur heimsótti Náttúruminjasafn Íslands í Perlunni í vikunni. Þar lærðu krakkarnir um hringrás vatnsins á jörðinni. Þeir lærðu margt um vatnið og ferðalag vatnsdropans um loft, vötn og höf. Sumum fannst mjög merkilegt að vatnið sem við notum í dag er sama vatnið og risaeðlur drukku, já og pissuðu fyrir milljónum ára! Krakkarnir stóðu sig mjög vel í ferðinni og voru áhugasamir og duglegir á safninu. Myndir í myndaalbúmi.