Skip to content

Gleðilega páska

Skert skólahald í Hamraskóla hefur gengið vel fram að þessu og nú er ljóst að við mundum halda áfram með  sama skipulag eftir páska. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl og þá mæta 2., 4. og 6. bekkur og verða annan hvern dag eins og verið hefur. Hinir bekkirnir koma í skólann miðvikudaginn 15. apríl.

Fyrir fáeinum dögum var nýju lesverkefni hleypt af stokkunum, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Nýja lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa. Árangurinn er mældur í tíma, þar sem fólk er hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. Þar geta þátttakendur fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags.

Starfsfólk Hamraskóla óskar ykkur gleðilegar páska.